Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. febrúar 2020 06:00
Aksentije Milisic
Lloris segir gengi Tottenham ekki snúast um heppni
Mynd: Getty Images
Fyrirliði Tottenham, Hugo Lloris, segir að gott gengi liðsins í undanförnum leikjum ekki snúast um heppni. Son Heung-Min skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndum leiksins gegn Aston Villa í fyrradag eftir skelfileg mistök frá Bjorn Engels, varnarmanni Villa.

Þetta var þriðji sigurleikur Tottenham í röð og er liðið nú í fimmta sæti deildarinnar, sem gæti gefið sæti í Meistaradeildinni eftir bannið sem Manchester City fékk fyrir helgi.

„Ég held að þetta snúist ekki um heppni. Ef þú skoðar suma leiki fyrr á tímabilinu, þá vorum við óheppnir. Við vitum að við getum gert miklu betur," sagði Lloris.

„Á þessum hluta tímabilsins þá eru það stigin sem skipta öllu máli. Þetta var erfiður leikur gegn Villa en við gáfumst aldrei upp. Við gátum haldið boltanum betur en það er ekki alltaf auðvelt þegar þú spilar á útivelli."

Tottenham mætir RB Leipzig í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner