Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 18. mars 2019 11:43
Arnar Daði Arnarsson
Viðar Örn lánaður í Hammarby (Staðfest)
Viðar hefur verið lánaður til Hammarby.
Viðar hefur verið lánaður til Hammarby.
Mynd: Hammarby
Framherjinn, Viðar Örn Kjartansson leikmaður Rostov í Rússlandi hefur verið lánaður til sænska úrvalsdeildarliðsins, Hammarby til 15. júlí en þetta staðfesti Ólafur Garðarsson umboðsmaður hans við Fótbolta.net í dag.

Hammarby endaði í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en nýtt tímabil hefst um mánaðarmótin í Svíþjóð.

Viðar Örn hefur fengið fá tækifæri í Rússlandi eftir að hann gekk í raðir Rostov frá Maccabi Tel Aviv síðasta sumar. Árið 2016 lék Viðar 20 leiki með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni og skorað þar 16 mörk áður en hann var seldur til Ísrael.

Viðar Örn leikur æfingaleik með Hammarby í dag gegn Linköping City.

Fyrsti leikur Hammarby í deildinni verður gegn Elfsborg á útivelli 1. apríl.
Athugasemdir
banner
banner