Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 18. mars 2023 15:46
Aksentije Milisic
Richarlison grét þegar hann fór meiddur af velli

Brasilíumaðurinn Richarlison var í byrjunarliði Tottenham Hotspur sem er nú að spila gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni.


Leikurinn var mjög stuttur hjá Richarlison en hann hefur átt mjög erfitt tímabil með Tottenham. Núna meiddist hann eftir einungis þriggja mínútna leik en Dejan Kulusevski kom inn á í hans stað.

Richarlison gat ekki leynt vonbrigðum sínum en hann grét þegar hann gekk af velli niðurlútur.

Tottenham þarf á öllum þremur stigunum að halda í baráttunni um topp fjóra en Newcastle setti pressu á liðið í gær með útisigri á Nottingham Forest.

Staðan er 1-0 fyrir Tottenham þegar þetta er skrifað en Pedro Porro skoraði með þrumuskoti af stuttu færi seint í fyrri hálfleiknum.


Athugasemdir
banner