Ajax komst á þriðjudaginn í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í 22 ár. Mjög merkilegur áfangi og spennandi verður að fylgjast með framhaldinu.
Ajax hefur ekki farið auðvelda leið, langt því frá. Í 16-liða úrslitunum var mótherjinn Real Madrid, sigurvegari síðustu þriggja ára í Meistaradeildinni. Í 8-liða úrslitunum var mótherjinn Juventus, sem hefur haft yfirburði í ítölsku úrvalsdeildinni síðustu árin. Ajax sló báða þessa risa út.
Mótherjinn í undanúrslitunum er Tottenham.
Ajax hefur ekki farið auðvelda leið, langt því frá. Í 16-liða úrslitunum var mótherjinn Real Madrid, sigurvegari síðustu þriggja ára í Meistaradeildinni. Í 8-liða úrslitunum var mótherjinn Juventus, sem hefur haft yfirburði í ítölsku úrvalsdeildinni síðustu árin. Ajax sló báða þessa risa út.
Mótherjinn í undanúrslitunum er Tottenham.
Lið Ajax er ungt og til marks um það er fyrirliðinn hinn 19 ára gamli Matthijs de Ligt. Hann hefur farið á kostum.
Þjálfari liðsins er heldur ekki sá elsti eða reynslumesti í bransanum. Þjálfarinn er hinn 49 ára gamli Erik ten Hag.
Ten Hag er fæddur þann 2. febrúar 1970 í Haaksbergen, litlum bæ í austurhluta Hollands. Ten Hag var miðvörður á leikmannferli sínum og spilaði með FC Twente, De Graafschap, RKC Waalwijk og FC Utrecht.
Hann lagði skóna á hilluna aðeins 32 ára að aldri og fór þá strax að huga að þjálfun. Hann byrjaði að vinna hjá félaginu, sem hann hafði spilað þrisvar með á ferli sínum: Twente. Hann byrjaði í unglingaliðunum og vann sig upp. Árið 2006 gerðist hann aðstoðarþjálfari aðalliðsins.
Hjá Twente vann hann undir stjórn Fred Rutten og þegar Rutten tók við PSV árið 2009 fylgdi Ten Hag honum þangað.
Þegar Rutten var rekinn frá PSV sá Ten Hag tækifæri á borði að gerast aðaþjálfari. Hann tók við Go Ahead Eagles í hollensku B-deildinni sumarið 2012. Hann kom liðinu upp um deild og vakti það mikla athygli. En næsta skref hans kom á óvart. Eftir að hafa verið allan sinn feril í Hollandi var loksins komið að því að fara eitthvert annað. Hann var ráðinn til Bayern München, stærsta félagsins í Þýskalandi. Hann tók við varaliði Bayern.
Guardiola-skólinn
Þetta óvænta skref átti eftir að borga sig fyrir Ten Hag. Matthias Sammer, sem þá starfaði sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern, hafði lengi fylgst með „hinum fótboltaóða" Ten Hag og var hrifinn af því sem hann var að gera.
Hjá Bayern hitti Ten Hag annan fótboltaóðan einstakling, Spánverjann Pep Guardiola. Guardiola var stjóri aðalliðs Bayern og lærði Ten Hag mikið af Guardiola. Hann fékk frábæran skóla í Þýskalandi.
Ajax coach Erik ten Hag: "I watch Bayern play every weekend. Bayern have become my club. Since Pep, football in Germany is different, I looked at almost every training back then, and I took a lot of methodical lessons on how to transfer his philosophy to the pitch." [SZ] pic.twitter.com/RhHIFjOyXQ
— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) April 11, 2019
Hann var í Þýskalandi til 2015, en það ár fékk hann tækifæri að fara aftur til Hollands, í hollensku úrvalsdeildina. Hann var ráðinn stjóri Utrecht, félags sem hann hafði spilað með í eina leiktíð sem leikmaður.
Tók til hjá Utrecht
Þegar Ten Hag mætti til Utrecht var liðið búið að vera að spila undir getu og félagið í fjárhagskröggum. Utrecht var ekki búið að komast fyrir ofan áttunda sætið í fimm tímabil í röð, fyrir utan 2012/13 tímabilið. Þá komst liðið í Evrópukeppni en féll út gegn liði frá Lúxemborg. Það er augnablik sem stuðningsmenn Utrecht vilja ekki rifja upp.
Leikvangurinn hjá Utrecht, Galgenwaard, hafði verið vígi sem önnur lið hræddust vegna andrúmsloftsins sem þar skapaðist. Þegar Ten Hag hafði andrúmsloftið dalað mjög, en undir hans stjórn átti það eftir að verða eins og það var áður fyrr.
Ten Hag kom til félagsins og tók til. Æfingaaðstaðan var ekki góð. Ten Hag fann því menn til þess að sjá um æfingasvæðið og hlutirnir fóru að breytast. Leikmenn fóru að æfa oft á dag og félagið fylgdist með því hvað þeir settu ofan í sig. Eitthvað sem hafði ekki verið gert áður. Ten Hag kom inn með meiri fagmennsku.
Ten Hag spilaði leikaðferð sem hentaði liðinu. Hann var ekki með mikið fjármagn á bak við sig en fann samt hörkuleikmenn sem hentuðu vel. Leikmenn sem höfðu kannski ekki náð sér á strik annars staðar. Hann náði því besta út úr þeim. Má þar til dæmis nefna fyrrum miðjumann Arsenal, Ajax og Mónakó. Nacer Barazite. Hann kom á frjálsri sölu og blómstraði hjá Ten Hag.
Á fyrsta tímabili sínu í Utrecht kom Ten Hag liðinu úr 11. sæti upp í það fimmta. Hann kom liðinu einnig í úrslitaleik hollenska bikarsins þar sem tap var niðurstaðan gegn Feyenoord.
Utrecht er lið sem nær ekki að halda sínum bestu leikmönnum ár eftir ár. Ten Hag var undirbúinn fyrir það og náði yfirleitt alltaf að fylla í skarðið fyrir þá sem fóru.
Á öðru tímabili hans við stjórnvölinn hjá Utrecht endaði liðið í fjórða sæti. Hann tókst einnig að koma liðinu í Evrópudeildina eftir ótrúlegt umspil við AZ Alkmaar. Utrecht tapaði fyrri leiknum 3-0 en vann seinni leikinn 3-0 og vann í vítaspyrnukeppni.
Ten Hag tókst næstum því að koma Utrecht í Evrópudeildina en liðið féll út á síðustu hindruninni, gegn Zenit frá Rússlandi, í hörkueinvígi. Ten Hag gjörbreytti öllu hjá Utrecht.
Í desember 2017 var hann svo ráðinn til Ajax þar sem hann er að gera frábæra og mjög spennandi hluti. Nær hann að fara með Ajax alla leið í Meistaradeildinni?
Grein á Reddit sem varaði alla við
Í september 2017, nokkrum mánuðum áður en Ten Hag var ráðinn til Ajax, birtist grein á umræðu- og fréttavefnum Reddit þar sem Ten Hag var umfjöllunarefnið. Þar var farið yfir feril hans og viðvörun send.
„Það mun ekki líða langur tími þar til þið heyrið meira af þjálfara Utrecht, Erik Ten Hag." Svona hefst þessi grein.
„Hann er bjartasta vonin í hollenska þjálfaraheiminum og þið munuð klárlega heyra meira af honum. Hvort sem það verður í þýsku úrvalsdeildinni, í ensku úrvalsdeildinni eða einhvers staðar annars staðar. Utrecht er ekki takmarkið hans."
„Þegar hann skrifar undir hjá stóra félaginu, hugsið aftur til þessa þráðs," eru lokaorðin.
Smelltu hér til að lesa greinina.
2 - Erik ten Hag has lost only two of his 22 European games as a manager (W11 D9). Mastermind. pic.twitter.com/JJ5FoUhOLe
— OptaJohan (@OptaJohan) April 17, 2019
Athugasemdir