Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   sun 18. apríl 2021 16:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Greenwood skoraði tvö í sigri Man Utd
Mason fagnar
Mason fagnar
Mynd: EPA
Manchester Utd 3 - 1 Burnley
1-0 Mason Greenwood ('48 )
1-1 James Tarkowski ('50 )
2-1 Mason Greenwood ('84 )
3-1 Edinson Cavani ('93)

Mason Greenwood reyndist gífurlega mikilvægur fyrir heimamenn í Manchester United þegar liðið lagði Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann skoraði tvö af þremur mörkum liðsins í leiknum í dag.

Chris Wood skoraði fyrir Burnley strax á fyrstu mínútu leiksins en það mark var dæmt af. Markalaust var í leikhléi en á 48. mínútu kom Greenwood heimamönnum yfir.

Hann skoraði eftir undirbúning frá Marcus Rashford en innan við tveimur mínútum seinna jafnaði James Tarkowski metin fyrir gestina.

Ríflega hálftíma seinna skoraði Mason Greenwood annað mark sitt, nú eftir undirbúning frá Paul Pogba. Varamaðurinn Edinson Cavani innsiglaði svo sigurinn með marki á þriðju mínútu uppbótartíma eftir undirbúning frá Donny van de Beek.

Þetta var fimmti deildarsigur United í röð og liðið er áfram í 2. sæti deildarinnar. Burnley þarf aðeins að horfa niður fyrir sig í baráttunni um sæti í deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir