Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 18. júní 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Af hverju er argentínskur dómari á EM?
Facundo Tello dæmir leik Tyrklands og Georgíu.
Facundo Tello dæmir leik Tyrklands og Georgíu.
Mynd: Getty Images
Argentínskir dómarar munu sjá um dómgæsluna í leik Tyrklands og Georgíu á Evrópumótinu í dag.

Það eru aðeins evrópsk lið og evrópskir leikmenn á mótinu í Þýskalandi en Facundo Tello frá Argentínu er eini aðaldómarinn utan Evrópu sem dæmir á mótinu.

Tello var tekinn inn í dómarahóp mótsins í gegnum samvinnuverkefni milli UEFA og fótboltasambands Suður-Ameríku. Sem hluti af samvinnunni er að dómurum er deilt.

Tello hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2019 og er þekktur fyrir það í heimalandinu að hika ekki við að lyfta upp rauða spjaldinu.

Árið 2022 lyfti hann rauða sjaldinu tíu sinnum í leik Racing Club og Boca Juniors þar sem allt sauð upp úr.
Athugasemdir
banner
banner
banner