Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   þri 18. júní 2024 13:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Magni Fannberg ráðinn til Norrköping (Staðfest)
Mynd: Norrköping
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magni Fannberg Magnússon hefur verið ráðinn til Norrköping sem íþróttaráðgjafi. Í tilkynningu sænska félagsins segir að hann komi inn sem hluti af stjórninni.

Magni var í vetur orðaður við Norrköping og nú er búið að ganga frá ráðningunni.

„Loksins er þetta klárt. Að hjálpa "Tonna" ætti að verða skemmtilegt og spennandi. Fyrir utan Tony, þá þekki ég Andreas Alm og hluta af starfsliðinu, og einnig aðra hjá félaginu eins og Daniel Lindahl," segir Magni á heimasíðu félagsins.

Tony Martinsson er íþróttastjóri Norrköping og Alm er þjálfari liðsins. Magni kemur inn sem aðstoðarmaður Martinsson.

„Mín upplifun af Magna er bara góð. Hann er vinnusamur og við munum vinna vel saman," segir Martinsson.

Magni mun koma að uppsetningu leikmannahópsins, þróa enn frekar innri uppbyggingu í karlaliðið í tengingu við akademíuna og á að vera íþróttastjóranum til halds og trausts.

„Norrköping r félag sem margir á Íslandi þekkja," segir Magni. Hjá Íslandi eru þeir Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson og þá er Ari Freyr Skúlason starfsmaður félagsins.

Magni er 44 ára og þjálfaði á sínum tíma meistaraflokk Fjarðabyggðar. Hann var einnig aðstoðarþjálfari meistaraflokks Grindavíkur auk þess sem hann þjálfaði yngri flokka á Ísafirði og hjá HK og Val. Hann fór svo til Norðurlandanna og starfaði hjá Brommapojkarna, Brann, AIK og var síðast yfirmaður íþróttamála hjá Start í tvö ár. Á ferli sínum hefur Magni einnig verið hluti af njósnateymi íslenska karlalandsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner