Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 18. júlí 2024 17:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Vals í Albaníu: Óbreytt en fækkar um tvo á bekknum
Gylfi er á sínum stað
Gylfi er á sínum stað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron er að koma til baka eftir meiðsli. Hann byrjar á bekknum.
Aron er að koma til baka eftir meiðsli. Hann byrjar á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:30 að íslenskum tíma hefst seinni leikur Vals og Vllaznia í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn endaði 2-2 á N1 vellinum á Hlíðarenda og senni leikurinn fer fram í Shköder í Albaníu.

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, gerir enga breytingu á sínu liði frá fyrri leiknum. Lúkas Logi Heimisson, sem kom inn á sem varamaður og jafnaði fyrri leikinn, er áfram á bekknum.

Lestu um leikinn: Vllaznia 0 -  4 Valur

Samkvæmt UEFA eru einungis sjö á bekknum hjá Val. Þeir Gísli Laxdal og Adam Ægir Pálsson eru ekki á skýrslu.

Byrjunarlið Vals:
1. Frederik Schram (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
6. Bjarni Mark Antonsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
14. Guðmundur Andri Tryggvason
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
21. Jakob Franz Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
4. Elfar Freyr Helgason
7. Aron Jóhannsson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
17. Lúkas Logi Heimisson
26. Ólafur Flóki Stephensen
71. Ólafur Karl Finsen
Athugasemdir
banner
banner
banner