Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 17. júlí 2024 14:07
Fótbolti.net
Mikil öryggisgæsla í kringum Valsmenn í Albaníu
Leikmenn Vals stytta sér stundir á hótelinu í Albaníu.
Leikmenn Vals stytta sér stundir á hótelinu í Albaníu.
Mynd: Valur
Mynd: Valur
Valsmenn eru komnir til Skhöder í Albaníu þar sem þeir munu leika seinni leik sinn gegn Vllaznia annað kvöld. Nokkur læti urðu eftir fyrri leik liðanna að Hlíðarenda og sendu Valsmenn m.a kvörtun til UEFA vegna háttsemi forráðamanna albanska liðsins.

„UEFA tók kvörtun okkar og skýrslu eftirlitsmanns alvarlega enda hefur öryggisgæslan í kringum liðið og allur aðbúnaður hér verið í lagi. Við komum seint í gærkvöld og munum æfa á vellinum í kvöld,“ segir Styrmir Þór Bragason framkvæmdastjóri Vals.

Fyrri leikur liðanna fór 2-2 þar sem Lúkas Logi Heimisson jafnaði seint í uppbótartíma. Styrmir segir að góð stemmning sé í hópnum og menn séu staðráðnir í að fara áfram í næstu umferð.

„Það er gott ástand á þeim leikmönnum sem eru að fara að spila og það verður gaman að mæta á 17 þúsund manna leikvang Vllaznia og sýna hvað við getum. Ef við klárum þetta mætum við St. Mirren frá Skotlandi sem er risa lið með alvöru umgjörð. Það er leikur sem okkur langar mikið í og ég hef fulla trú á því að okkur takist að fara í þann leik.“

Leikur Vals og Vllaznia fer fram klukkan 18:30 að íslenskum tíma á morgun og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner