Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 18. júlí 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Heimir segir að Kelleher þurfi að yfirgefa Liverpool
Kelleher er varamarkvörður Liverpool.
Kelleher er varamarkvörður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson nýráðinn landsliðsþjálfari Írlands segir að Caoimhin Kelleher þurfi að spila reglulega og þurfi því að yfirgefa Liverpool.

„Hann hefur sýnt öllum að hann getur spilað á hæsta stigi. Það yrði sóun ef hann er ekki að spila reglulega eftir að hann sýndi hversu góður hann er. Hversu vel hann getur spilað," segir Heimir við írska fjölmiðla.

Að sjálfsögðu vill Heimir að sínir landsliðsmenn spili reglulega með félagsliðum sínum en það hefur verið ákveðið vandamál hjá írska landsliðinu síðustu ár að leikmenn séu ekki byrjunarliðsmenn hjá sínum liðum.

Hjá Liverpool er Alisson Becker, einn besti markvörður heims, milli stanganna og Kelleher hefur gefið í skyn að hann sé tilbúinn að fara annað til að fá byrjunarliðssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner