Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 18. júlí 2024 18:15
Brynjar Ingi Erluson
Mason Greenwood til Marseille (Staðfest)
Mason Greenwood er mættur til Frakklands
Mason Greenwood er mættur til Frakklands
Mynd: Marseille
Franska félagið Marseille hefur staðfest kaupin á Mason Greenwood frá Manchester United. Hann gerði fimm ára samning og mun klæðast treyju númer 10.

Marseille og Manchester United náðu samkomulagi um kaupverð á dögunum en franska félagið greiðir United 26 milljónir punda og þá fór United 50 prósent af endursöluvirði leikmannsins.

Greenwood, sem er 22 ára gamall, gerði fimm ára samning við Marseille og var kynntur í dag.

Englendingurinn eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Getafe á Spáni og kom þar að fjórtán mörkum í 33 deildarleikjum.

„Við óskum Mason Greenwood alls hins besta í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu United.

Greenwood lék sinn fyrsta leik fyrir United árið 2019 og átti að verða ein af framtíðarstjörnum félagsins, en hefur ekki verið í myndinni síðan í byrjun árs 2022.

Leikmaðurinn var handtekinn vegna gruns um að hafa beitt kærustu sína Harriet Robson bæði kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi eftir að hún deildi myndum af áverkum sem hún sagði vera af hendi leikmannsins. Auk þess deildi hún hljóðupptöku þar sem Greenwood reynir að þvinga hana til samræðis. Málið var látið niður falla í apríl á síðasta ári þar sem það var ekki talið líklegt til sakfellingar.

United ætlaði að taka Greenwood aftur inn í hópinn síðasta sumar en hætti við eftir viðbrögð samfélagsins. Það lánaði hann því til Getafe og tók síðan ákvörðun í sumar um að selja leikmanninn frá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner