Englandsmeistarar Manchester City hafa staðfest kaupin á brasilíska leikmanninum Savinho en hann kemur til félagsins frá Troyes í Frakklandi.
Savinho, betur þekktur sem Sávio, er tvítugur vængmaður sem átti frábært tímabil með Girona á síðustu leiktíð. Hann skoraði 11 mörk og gaf 10 stoðsendingar í öllum keppnum er Girona kom sér í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Hann var þá á láni frá Troyes í Frakklandi. Girona, Man City og Troyes eru öll í eigu City Football Group.
Manchester City hefur nú fest kaup á Savinho fyrir 33,4 milljónir punda og skrifaði hann undir fimm ára samning.
Þetta eru fyrstu kaup Man City í sumarglugganum en Savinho mun klæðast treyju númer 26. Riyad Mahrez var áður í því númeri en hann fór frá félaginu síðasta sumar og samdi við Al-Ahli í Sádi-Arabíu.
Savinho is here! ???? pic.twitter.com/h6xfBvnGdb
— Manchester City (@ManCity) July 18, 2024
Athugasemdir