Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 18. september 2019 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu glæsilegt mark Bale sem var dæmt af vegna hendi
Gareth Bale skoraði fallegt mark þegar Real Madrid tapaði gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í kvöld.

Því miður fyrir Bale þá stóð markið ekki, það var dæmd hendi á hann í aðdragandanum. Real Madrid tapaði leiknum 3-0.

Markið hjá Bale má sjá hérna.

Atvikið var skoðað með myndbandsdómgæslu og kom þá í ljós að boltinn hefði farið í hendi Bale þegar hann var að leggja hann fyrir sig. Afar svekkjandi fyrir hann. Hann hefði minnkað muninn í 2-1 ef markið hefði staðið.

Hérna má sjá það þegar atvikið var skoðað með VAR.
Athugasemdir
banner