Sóknarmaðurinn Andreas Cornelius fór meiddur af velli 20 mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður í 2-2 jafntefli FC Kaupmannahafnar gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni um helgina.
Cornelius, sem er þrítugur, er uppalinn hjá Kaupmannahöfn en hann var keyptur aftur til félagsins í fyrra eftir að hafa spilað í Frakklandi, á Ítalíu og í Tyrklandi.
Cornelius varð dýrasti leikmaður í sögu FCK þegar hann var keyptur til félagsins á 6 milljónir evra í fyrra. Hann er þá launahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar.
Hann hefur aðeins byrjað fimm deildarleiki eftir að hann kom til baka og ekki enn tekist að skora mark í dönsku úrvalsdeildinni. Meiðsli hafa verið að stríða honum mikið.
„Í hvert sinn sem hann reynir að spila fótbolta þá brotnar hann. Þetta hefur verið sorgleg endurkoma til FCK," segir Peter Sörensen, sérfræðingur Viaplay, um Cornelius.
Kenneth Emil Petersen tók í sama streng. „Þetta er hræðileg saga með Cornelius."
Orri Steinn Óskarsson, sem er í samkeppni við Cornelius, byrjaði gegn Nordsjælland og skoraði fyrsta mark leiksins.
Athugasemdir