Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 18. september 2024 14:10
Elvar Geir Magnússon
Afturelding gegn Fjölni í umspilinu - Grafarvogsliðið vann báðar viðureignirnar í sumar
Lengjudeildin
Úr viðureign Fjölnis og Aftureldingar nýlega.
Úr viðureign Fjölnis og Aftureldingar nýlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Austmann Hilmarsson.
Máni Austmann Hilmarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun fimmtudag klukkan 19:15 fer fram fyrri leikur Aftureldingar og Fjölnis í umspili Lengjudeildarinnar. Fyrri leikurinn verður í Mosfellsbæ en sá seinni verður svo í Grafarvogi á sunnudag. Sigurliðið í einvíginu kemst í 50 milljóna króna leikinn á Laugardalsvelli, þar sem barist verður um sæti í Bestu deildinni.

Hér má sjá upphitun fyrir þá viðureign sem framundan er.

Lokastaðan í deildinni:

3. sæti - Fjölnir (34-28), 37 stig
Fjölnir var í fyrsta sæti fram í 18. umferð en aðeins einn sigur í síðustu níu leikjunum gerði það að verkum að liðið seig niður töfluna og fór í þriðja sætið. Eini sigurinn var einmitt gegn Aftureldingu í 21. umferð fyrr í þessum mánuði.

4. sæti - Afturelding (39-36), 36 stig
Eftir brösótta byrjun á tímabilinu og lélegan heimavallarárangur þá náði Afturelding vopnum sínum eftir því sem á sumarið leið. Afturelding vann fimm af sex síðustu leikjum sínum, tapaði bara gegn Fjölni í fyrrnefndum leik.

Fyrri viðureignir liðanna á tímabilinu

Afturelding 0 - 1 Fjölnir (26. júní)
0-1 Axel Freyr Harðarson ('5 )
Lestu um leikinn

Fjölnir 2 - 0 Afturelding (8. september)
1-0 Dagur Ingi Axelsson '21
2-0 Máni Austmann Hilmarsson '45 , víti
Lestu um leikinn

Markaskorararnir

Afturelding - Elmar Kári Cogic 10 mörk í 22 leikjum
Ekki verið eins heitir í markaskorun og á síðasta ári en er áfram helsti markaskorari Aftureldingar með tíu mörk. Elmar hefur fimm sinnum verið valinn í lið umferðarinnar.

Fjölnir - Máni Austmann 12 mörk í 21 leikjum
Máni hefur átt virkilega flott tímabil og er með 12 mörk. Hann var heitastur í júní þegar hann skoraði fimm mörk. Máni skoraði í 2-0 sigrinum gegn Aftureldingu nýlega.

Oftast í liði umferðarinnar

Afturelding - Aron Jóhannsson (7)
Hefur verið einn besti leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar. Hann og Oliver Heiðarsson (ÍBV) hafa oftast allra verið valdir í lið umferðarinnar. Aron kom frá Fram fyrir tímabilið og er með átta mörk í deildinni í sumar.

Fjölnir - Baldvin Þór Berndsen og Guðmundur Karl Guðmundsson (6)
Baldvin er ungur miðvörður sem hefur verið virkilega öflugur í sumar. Akkeri liðsins og reynslubolti er Guðmundur Karl. Var sérstaklega öflugur fyrri hluta mótsins þegar stigasöfnun Fjölnis gekk sem best.

Dómarinn:

Þórður Þorsteinn Þórðarson
Aðstoðardómarar: Guðmundur Ingi Bjarnason og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage.
Varadómari: Guðmundur Páll Friðbertsson.


Athugasemdir
banner
banner
banner