fös 18. október 2019 20:17
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: thorsport 
Óðinn Svan: Aldrei spurning eftir að Palli lýsti áhuga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óðinn Svan Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, er ánægður með að Páll Viðar Gíslason sé búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Þór.

Óðinn man vel eftir tímunum þegar Palli var við stjórnvölinn hjá félaginu frá 2006 til 2014 og stýrði liðinu meðal annars alla leið í bikarúrslit.

„Ráðning Páls Viðars er hluti af stefnu Þórs sem er að líta meira inn á við, ekki síst í svona málum, enda njótum við Þórsarar þeirra forréttinda að eiga margt hæfileikaríkt fólk innan félagsins,“ sagði Óðinn í samtali við vefsíðu Þórs, thorsport.is.

„Við ræddum við marga þjálfara sem sýndu starfinu áhuga, en þegar Palli lýsti yfir áhuga á því að koma heim þá var þetta aldrei spurning. Palli hefur gert þetta allt saman áður og sýnt að hann er með doktorsgráðu í því að móta lið sem fer upp um deild."

Páll Viðar hefur tvívegis farið með Þór upp í efstu deild karla.
Athugasemdir
banner
banner
banner