Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. október 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Varð atvinnumaður 31 árs - Spilar í dag í La Liga
Enric Gallego (til vinstri).
Enric Gallego (til vinstri).
Mynd: Getty Images
Enric Gallego, framherji Getafe í spænsku úrvalsdeildinni, er með allt annan bakgrunn en aðrir leikmenn í deildinni. Gallego er 33 ára gamall en hann varð ekki atvinnumaður í fótbolta fyrr en mánuði fyrir 32 ára afmælisdaginn sinn!

Gallego hefur lengst af á ferlinum spilað í spænsku C og D-deildinni og á þeim tíma var hann aldrei atvinnumaður að fullu. Hann hefur meðal annars starfað sem smiður og vörubílstjóri samhliða því að spila í neðri deildunum á Spáni.

Eftir 18 mörk í fyrstu 19 leikjunum með Cornellà í spænsku C-deildinni tímabilið 2017/2018 krækti Extremadura í Gallego. Extremadura var einnig í spænsku C-deildinni en í harðri toppbaráttu og endaði á að fara upp í B-deildina vorið 2018.

Í kjölfarið var öllum leikmönnum Extremadura boðið atvinnumannasamningar og þá varð Gallego í fyrsta skipti atvinnumaður.

Ævintýri hans enduðu ekki þar því í janúar á þessu ári keypti Huesca hann í sínar raðir á 1,75 milljón punda. Huesca var í fallbaráttu í La Liga og þrátt fyrir fimm mörk frá Gallego síðari hluta tímabilsins varð fall niðurstaðan hjá liðinu.

Frammistaða Gallego vakti hins vegar athygli og Getafe borgaði 5,2 milljóna punda riftunarverð í samningi hans hjá Huesca.

Hinn 33 ára gamli Gallego spilar nú með Getafe í La Liga og í Evrópudeildinni, einungis einu og hálfu ári eftir að hann varð atvinnumaður í fótbolta. Mögnuð saga!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner