Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. nóvember 2020 21:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íslenska liðið átti ekki roð í það enska á Wembley
Icelandair
Mynd: Getty Images
England 4 - 0 Iceland
1-0 Declan Rice ('20 )
2-0 Mason Mount ('24 )
3-0 Phil Foden ('80 )
4-0 Phil Foden ('84 )
Rautt spjald: Birkir Mar Saevarsson, Iceland ('54)
Lestu textalýsingu frá Wembley

Íslenska landsliðliðið steinlá 4-0 á Wembley gegn Englandi. Íslenska liðið var löngu fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar og enska liðið átti ekki möguleika á því að vinna riðilinn fyrir þennan lokaleik liðanna.

Enska liðið stjórnaði ferðinni allan leikinn og var komið í 2-0 á 24. mínútu leiksins. Staðan versnaði á 54. mínútu þegar Birkir Már Sævarsson fékk að líta sitt annað gula spjald.

Phil Foden tók svo leikinn í sínar hendur þegar skammt var eftir og skoraði tvö mörk og innsiglaði mjög auðveldan sigur heimamanna.

Íslenska liðið náði nánast ekkert að ógna marki heimamanna og má segja að tilraun Kára Árnasonar framhjá marki heimamanna hafi verið hættulegasta færi okkar manna.

Leikurinn var lokaleikur Eriks Hamren sem landsliðsþjálfara en hann tilkynnti á laugardag að hann myndi hætta eftir leikinn í kvöld.

Ísland endar riðilinn án stiga og hefur ekki enn náð í stig í alls tíu Þjóðadeildarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner