Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   lau 18. nóvember 2023 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ter Stegen og Vinicius meiddir - Í lagi með Rashford
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Stórstjörnurnar Marc-André ter Stegen og Vinicius Junior munu ekki spila með Þýskalandi og Brasilíu í landsleikjahlénu vegna meiðsla.

Þeir eru komnir aftur til Spánar þar sem þeir halda aftur til stórveldanna Barcelona og Real Madrid, félagsliða sinna.

Ter Stegen er að glíma við bakvandamál sem hann hefur verið að glíma við áður, þar sem hann finnur fyrir miklum sársauka í baki.

Þá var Vinicius Junior í byrjunarliði Brasilíu og lagði upp eina mark liðsins í 2-1 tapi gegn Kólumbíu áður en hann þurfti að fara meiddur af velli á 27. mínútu.

Vinicius er að glíma við smávægileg vöðvameiðsli og gæti verið liðtækur strax eftir landsleikjahlé.

Þá lék Marcus Rashford fyrsta klukkutímann í 2-0 sigri Englands gegn Möltu áður en hann var tekinn útaf vegna óþæginda.

„Við tókum hann bara útaf í forvarnarskyni. Við höfum ekki fengið tækifæri til að skoða þetta nánar en ég held að það sé allt í lagi með Marcus," sagði Southgate eftir sigur Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner