Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. janúar 2022 11:45
Elvar Geir Magnússon
Sá sigursælasti í Noregi er látinn
Nils Arne Eggen.
Nils Arne Eggen.
Mynd: EPA
Nils Arne Eggen, mesta goðsögn i sögu norska stórliðsins Rosenborg, lést á heimili sínu áttræður að aldri. Hann lést í nótt í svefni í faðmi fjölskyldunnar.

Eggen er fyrrum leikmaður og þjálfari hjá Rosenborg en hann stýrði félaginu fjórtán sinnum til Noregsmeistaratitilsins og varð sex sinnum bikarmeistari. Þá tók hann þátt í nokkrum eftirminnilegum Evrópuævintýrum og er sigursælasti þjálfari norska félagsliðafótboltans.

Að auki varð hann tvívegis Noregsmeistari sem leikmaður með Rosenborg.

„Ég hef ákveðna þýðingu fyrir Rosenborg en Rosenborg hefur hinsvegar miklu meiri þýðingu fyrir mig," sagði Eggen eitt sinn.

Fyrir nokkrum árum var torg fyrir utan Lerkendal, heimavöll Rosenborg, skýrt í höfuðið á Eggen en á torginu er stytta af honum.



Athugasemdir
banner
banner
banner