Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 19. apríl 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Nagelsmann framlengir við Þýskaland út HM (Staðfest)
Julian Nagelsmann heldur áfram sem landsliðsþjálfari Þýskalands eftir EM.
Julian Nagelsmann heldur áfram sem landsliðsþjálfari Þýskalands eftir EM.
Mynd: EPA
Julian Nagelsmann hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari Þýskalands.

Nagelsmann var sagður efstur á blaði hjá Bayern München sem skiptir um stjóra í sumar og þá hefur hann verið orðaður við ensku úrvalsdeildina, þar á meðal Liverpool.

En Nagelsmann, sem er 36 ára og tók við af Hansi Flick í september, er nú búinn að skrifa undir samning sem gildir út HM 2026 en þá fer keppnin fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Upphaflega var samningur Nagelsmann aðeins út EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar.

Eftir dapurt gengi þýska landsliðsins sáust mun bjartari tímar í síðasta landsleikjaglugga, þar sem liðið vann vináttulandsleiki gegn Frakklandi og Hollandi.

„Ég ákvað að fylgja hjartanu þegar ég tók þessa ákvörðun. Það er mikill heiður að stýra landsliðinu og vinna með bestu leikmönnum landsins," segir Nagelsmann við heimasíðu þýska fótboltasambandsins.
Athugasemdir
banner
banner