Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   mið 19. júní 2024 10:10
Elvar Geir Magnússon
Chelsea hafnaði tilboði Atletico sem hyggst reyna áfram
Mynd: EPA
Atletico Madrid vill fá miðjumanninn Conor Gallagher frá Chelsea. Félög í úrvalsdeildinni vilja fá hann en Diego Simeone, stjóri Atletico, er sagður mikill aðdáandi.

Spænska félagið gerði 20 milljóna punda tilboð í Gallagher, samkvæmt Diario AS, en því var hafnað.

Atletico hyggst þó halda áfram að reyna að fá Gallagher, sem er með enska landsliðinu á EM.

Framtíð Gallagher er í óvissu. Chelsea var sagt tilbúið að selja hann en nú berast fréttir af því að leikmaðurinn vilji ekki fara. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og verið fjallað um áhuga frá Tottenham og Aston Villa.
Athugasemdir
banner
banner