Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 19. júní 2024 18:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Emilía skoraði þegar Nordsjælland varð bikarmeistari
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Nordsjælland varð danskur bikarmeistari í kvöld eftir sigur á Bröndby í úrslitum.


Liðin voru að berjast mikið á þessari leiktíð en Nordsjælland vann einnig deildina eftir jafntefli gegn Bröndby í lokaumferðinni.

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í byrjunarliði Nordsjælland og Hafrún Rakel Halldórsdóttir var í byrjunarliði Bröndby en Kristín Dís Árnadóttir á bekknum.

Staðan var markalaus í hálfleik en Emilía kom Nordsjælland yfir eftir um klukkutíma leik. Nordsjælland náði að bæta öðru markinu við áður en Bröndby klóraði í bakkann en nær komust þær ekki.


Athugasemdir
banner
banner