Gylfi Þór Sigurðsson sýndi í gær að hann er ekki bara kominn í Val til að gefa af sér innan vallar því hann gefur líka af sér utan vallar.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 2 Víkingur R.
Um leið og flautað var til leiksloka í jafntefli Víkings og Vals í gærkvöldi þar sem Gylfi skoraði bæði mörk Vals úr vítaspyrnum, þustu börnin inn á völlinn til að komast til stjörnu deildarinnar.
Gylfi hófst þá við að gefa eiginhandaráritanir á skó og myndir og allt sem hann var beðinn um.
Það var svo ekki fyrr en starfsmenn Vals sóttu hann út á völl að hann hætti og fór og sinnti fjölmiðlum. Nokkrar myndir fylgja með.
Athugasemdir