Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. ágúst 2019 19:17
Arnar Helgi Magnússon
Norðurlöndin: Jón Dagur og félagar sóttu fyrsta sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í Aarhus unnu sinni fyrsta leik á leiktíðinni þegar liðið mætti Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Aarhus komst yfir í uppbótartíma í fyrri hálfleik og þar var að verki Nicklas Helenius. 1-0 í hálfleik. Aarhus komst í 2-0 eftir tæplega klukkutíma leik þegar Mustapha Bundu setti boltann í netið.

Jón Dagur fór útaf á 80. mínútu í leiknum. Fleira markvert gerðist ekki og 2-0 sigur staðreynd. Aarhus lyftir sér upp í 11. sæti með sigrinum.

Bjarni Mark og félagar náðu ekki að skora
Brage mætti Varberg í sænsku 1. deildinni en hvorugu liði tókst að skora í leiknum. Bjarni Mark spilaði allan leikinn og fékk að líta gult spjald á 61. mínútu.

Brage er í toppbaráttu en liðið situr í fjórða sæti með 37 stig, tveimur stigum frá toppsætinu.

Oliver á bekknum
Oliver Sigurjónsson sat allan tímann á varamannabekk Bodø/Glimt þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni.

Bodø/Glimt er í öðru sæti, með jafnmörg stig og Molde, sem situr í toppsætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner