Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. ágúst 2019 09:19
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Ég hef engar áhyggjur af Pogba
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
„Þið setjið alltaf spurningamerki við Paul (Pogba), er það ekki?" sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, við fréttamenn á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Wolves í kvöld.

Pogba hefur gefið í skyn í sumar að hann vilji fara frá Manchester United en Solskjær óttast ekki að missa hann áður en félagaskiptaglugginn í öðrum deildum lokar um mánaðarmótin.

„Ég hef engar áhyggjur af Paul. Ég held að hann verði áfram. Ég tel að það sé ekki skrýtið að hann segi, 'Ég nýt þess að spila, hafa gaman með liðsfélögunum og njóta þess sem ég er að gera. Ég elska starfið mitt og nýt þess að spila leikinn," sagði Solskjær.

„Auðvitað hefur komið setning frá honum þar sem menn setja spurningamerki við hann. Það er alltaf spurningamerki í kringum Paul Pogba."

„Það er ekki einn fréttamannafundur þar sem ég hef ekki svarað spurningu um Paul Pogba. 80% af því sem hann segir er 'Ég nýt þess að spila' og hans tími til þess er núna."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner