Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. ágúst 2019 22:04
Arnar Helgi Magnússon
Solskjær um vítaspyrnuna: Þú sérð þetta á glærusýningunni minni
Mynd: Getty Images
Paul Pogba misnotaði vítaspyrnu þegar Manchester United og Wolves skildu jöfn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Það vakti athygli margra stuðningsmanna liðsins að Paul Pogba skildi taka spyrnuna þar sem að Marcus Rashford tók vítaspyrnu gegn Chelsea síðustu helgi og skoraði af öryggi. Solskjær var spurður út í þetta eftir leik í kvöld.

„Þeir eru báðir skráðir sem vítaskyttur hjá okkur," sagði Solskjær.

Blaðamaður spurði Solskjær þá af hverju hann myndi kjósa að hafa þetta skipulag á hlutunum frekar en að velja bara eina vítaskyttu.

„Stundum eru leikmenn með svo mikið sjálfstraust að þeim líður eins og þeir séu að fara að skora og í þetta skipti hafði Pogba þá tilfinningu. Pogba hefur skorað úr mörgum vítum fyrir okkur en í dag varði Patricio vel," segir Solskjær.

„Þetta er skipulag sem að þú getur séð á glærusýningunni minni fyrir leikinn. Þetta var ekki þannig að Pogba var að taka vítið af Rashford, langt því frá," sagði Solskjær og brosti.

Hann segist ætla að halda sig við þetta skipulag.

„Við höldum þessu áfram, þetta hefur ekki verið vandamál hingað til. Sá sem telur að hann sé með meira sjálfstraut og betri tilfinningu fyrir spyrnunni stígur á punktinn," sagði Solskjær að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner