
Damir (til vinstri) og Gísli (í miðjunni) hitta upp í dag. Til hægri er Alfons Sampsted sem var hvíldur í dag.
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, segir að Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson hafi verið á varamannabekknum gegn ÍBV í kvöld vegna agabrots.
Damir og Gísli voru báðir teknir úr liðinu síðan í 3-0 sigrinum á Val á fimmtudag. Damir var ónotaður varamaður í kvöld en Gísli kom inn á í hálfleik.
Damir og Gísli voru báðir teknir úr liðinu síðan í 3-0 sigrinum á Val á fimmtudag. Damir var ónotaður varamaður í kvöld en Gísli kom inn á í hálfleik.
„Það voru ákveðin agabrot þar sem menn voru aðeins of lengi úti á lífinu á föstudaginn. Menn voru ekki að drekka en menn voru of lengi úti," sagið Arnar eftir leikinn í kvöld.
„Eins og þetta er orðið á Íslandi í dag þá gerir þú kröfur á að menn séu skynsamir og séu ekki úti fram á rauða nótt þegar eru 2-3 dagar í leik. Þó að menn séu ekki að drekka það gengur það ekki upp."
Bakvörðurinn ungi Alfons Sampsted var líka tekinn úr liðinu frá því í leiknum gegn Val en hann var ekki í agabanni.
„Ég vildi hvíla Alfons. Það hefur verið mikið leikjaálag á honum og við erum með toppmann til að taka stöðu hans," sagði Arnar en Arnór Sveinn Aðalsteinsson kom inn í liðið fyrir Alfons.
Athugasemdir