Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 19. september 2020 14:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bilic um rauða spjaldið: Vildi fá útskýringu - Brot í fyrsta markinu
Mynd: Getty Images
„Þetta var rautt spjald. Gibbs brást illa við eftir að James fór í hann. Þú getur ekki gert þetta og ég sagði honum það," sagði Slaven Bilic, stjóri WBA, eftir 5-2 tap gegn Everton í ensku úrvasldeildinni. Kieran Gibbs fékk að líta rauða spjaldið fyrir að ýta í andltiið á James undir lok fyrri hálfleiks.

Bilic fékk í hálfleiknujm sjálfur reisupassann og var hann spurður út í hvers vegna það var.

„Ef það er til upptaka þá sést að ég kvarta í dómaranum, mér finnst ég hafa rétt á því sem stjóri. Það var hálfleikur, leikurinn var stopp. Ég kom til hans en Mike Dean ætlaði að fara."

„Ég er viss um að ég blótaði ekki heldur spurði bara um útskýringu á fyrsta markinu. VAR skoðaði þetta í langan tíma og það ætti að sjást að um leikbrot er að ræða. Það eru átta augu sem horfa á þetta atvik fimm sinum og þau hljóta að sjá það. Ég sem stjóri vildi fá útskýringu og finnst ég eiga rétt á því að fá að ræða hlutina en svo var greinilega ekki."


Af hverju vildi Bilic fá brot í fyrsta marki Everton?

„Dominic Calvert-Lewin (Richarlison) reyndi við boltann en snertir hann ekki. Það leiðir til þess að Darnell Furlong skallar í at að eigin marki. Það er leikbrot!"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner