
Gleðilegt slúður. Hér kemur slúðurpakkinn á þessum sunnudegi.
Manchester United vill enn kaupa Erling Braut Haaland (21), sóknarmann Borussia Dortmund, þrátt fyrir að hafa keypt Cristiano Ronaldo (36) á dögunum. (Express)
United er einnig í kjörstöðu að landa liðsfélaga Haaland, miðjumanninum Jude Bellingham (18). Bellingham fékk skoðunarferð um æfingasvæði United áður en hann fór til Dortmund, og var heillaður. (Sun)
Lionel Messi (34) mun græða 25,6 milljónir punda á ári frá Paris Saint-Germain næstu tvö árin, og fær hann 8,5 milljón punda launahækkun ef hann verður þriðja árið. (L'Equipe)
Mino Raiola, umboðsmaður varnarmannsins, Matthijs de Ligt (22), segir að leikmaðurinn gæti yfirgefið Juventus eftir tímabilið. Chelsea hefur sýnt áhuga. (Tuttosport)
Kevin Nolan, sem er í þjálfarateymi West Ham, myndi ekki selja miðjumanninn Declan Rice (22) fyrir 100 milljónir punda. Rice hefur meðal annars verið orðaður við Man Utd. (MEN)
Edinson Cavani (34) vill ekki fara frá Man Utd þótt hann sé að berjast við Ronaldo um sæti í liðinu. (ESPN)
Chelsea er að undirbúa tilboð í Aurelien Tchouameni (21), miðjumann Mónakó. Juventus er einnig í kapphlaupinu um þennan spennandi leikmann. (Tuttomercatoweb)
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, kveðst ekki vera búinn að ákveða hver verður aðalmarkvörður á tímabilinu; David de Gea (30) eða Dean Henderson (24). (Mirror)
Matty Cash (24), bakvörður Aston Villa, gæti spilað fyrir pólska landsliðið. Pólska knattspyrnursambandið er að reyna að fá hann yfir, en hann getur spilað fyrir hönd þjóðarinnar þar sem móðir hans er pólsk. Cash er fæddur á Englandi en það er töluvert erfiðara að komast þar að. (Mail)
Bruno Lage, stjóri Wolves á Englandi, ætlar sér ekki að missa miðjumanninn Ruben Neves (24) þrátt fyrir áhuga frá Arsenal og Man Utd. (Express)
Alisson (28), markvörður Liverpool, langar að spila fyrir Internacional í heimalandi sínu - Brasilíu - einn daginn. Hann er þó ánægður hjá Liverpool akkúrat núna, mjög ánægður. (Soccer Saturday)
Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, íhugar að hafa Sergi Roberto (29) utan hóps gegn Granada á morgun, til að vernda hann. Það var baulað á hann þegar hann gekk af velli gegn Bayern München í síðustu viku í Meistaradeildinni. (Marca)
Athugasemdir