Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. október 2021 16:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staða Karólínu áhyggjuefni - „Ég er ekki að fara væla í þjálfaranum hennar"
Icelandair
Karólína á landsliðsæfingu í dag.
Karólína á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í búningi Bayern.
Í búningi Bayern.
Mynd: Getty Images
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gekk í raðir Bayern Munchen frá Breiðabliki eftir tímabilið 2020. Í vor varð hún þýskur meistari með liðinu en hún hefur ekki verið í stóru hlutverki á þessari leiktíð.

Karólína hefur ekki byrjað leik á tímabilinu og var ekki í leikmannahópnum í tapinu gegn Frankfurt á sunnudag.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sat fyrir svörum í Teams-viðtali í dag og var spurður út í stöðu Karólínu.

Er áhyggjuefni að Karólína hafi ekki verið í hóp í síðasta leik?

„Já, auðvitað vill maður að allir leikmenn séu að spila, það skiptir okkur máli að allir leikmenn séu að spila reglulega. Maður er ekkert endilega glaðasti maður í heimi þegar maður horfir á leikmenn vera tekna út úr hóp og fá lítið að spila," sagði Steini.

„Það skiptir okkur máli og það skiptir hana náttúrulega miklu máli upp á sína framför á sínum ferli að spila reglulega. Þótt þú þurfir ekki endilega að vera byrja alla leiki þá geturu verið að koma inn á og verið að byrja einhverja leiki, að það sé allavega einhver stígandi í þessu hjá þér."

„Vonandi vinnur hún sig inn í þetta. Þetta er hörkulið sem hún er í, risahópur, flottir leikmenn og mikil samkeppni. Ef hún kemst í gegnum samkeppnina þá hef ég ekki miklar áhyggjur af henni. En auðvitað er ekki jákvætt að horfa á að leikmenn séu ekki í hóp."


Áttu í einhverjum samskiptum við hana um hennar stöðu hjá Bayern?

„Ekkert þannig, ég ræði það við hana en það er voða lítið sem ég get gert. Ég er ekki að fara væla í þjálfaranum hennar. Það er voða lítið sem maður getur gert sjálfur."

„Auðvitað reynir maður að hvetja hana áfram og ýta við henni að halda áfram í þessu. Þetta er „tough" dæmi að vera í stórum klúbbi. Hún fer beint frá Íslandi í risastóran klúbb þannig það var alveg vitað mál að það gæti tekið hana tíma að verða mikilvægur póstur í þessu liði. Ég hef fulla trú á að henni muni takast það,"
sagði Steini.
Athugasemdir
banner
banner
banner