banner
   mán 19. nóvember 2018 11:32
Fótbolti.net
Mögulegt byrjunarlið Íslands gegn Katar í kvöld
Icelandair
Fær Kolbeinn byrjunarliðsleik í kvöld?
Fær Kolbeinn byrjunarliðsleik í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:30 í kvöld leikur Ísland sinn síðasta landsleik á árinu og vonast til þess að vinna langþráðan sigur.

Leikinn verður vináttulandsleikur gegn Katar í Eupen í Belgíu.

Erfitt er að rýna í mögulegt byrjunarlið en Erik Hamren sagði á fréttamannafundi að áframhaldandi tilraunir yrðu gerðar á kerfinu sem notað var gegn Belgíu.



Líklegt er að Rúnar Alex Rúnarsson fái þennan leik til að sýna sig í markinu. Staðfest er að Kári Árnason verði með fyrirliðabandið.

Í ljósi þeirra frétta að Jón Guðni Fjóluson er farinn heim til Rússlands gætu áætlanir Hamren um að Hörður Björgvin myndi byrja á bekknum breyst og hann spilað í þeirri stöðu sem hann spilar í Rússlandi.

Ari Freyr gæti farið aftur í sína helstu stöðu og Birkir Már Sævarsson, sem var ekki leikfær gegn Belgíu, gæti byrjað í kvöld.

Eins og ákveðið var fyrir verkefnið þá fær Aron Einar Gunnarsson hvíld frá þessum leik og gæti Eggert Gunnþór Jónsson fengið tækifærið í hans stað. Spurning er með Guðlaug Victor sem er nýstiginn upp úr meiðslum en líklegt er að hann byrji.

Ungu strákarnir fá væntanlega áfram að spila í stórum hlutverkum og þá spáum við því að Kolbeinn Sigþórsson fái nú tækifæri í byrjunarliðinu. Líklegt er að hann og Andri Rúnar Bjarnason skipti leiknum með sér enda nóg af skiptingum leyfðar í vináttulandsleikjum.

Hópurinn:

Markmenn
Hannes Þór Halldórsson (Qarabag)
Rúnar Alex Rúnarsson (Dijon)
Ögmundur Kristinsson (Larissa)

Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Kári Árnason (Gençlerbirliği)
Ari Freyr Skúlason (Lokeren)
Sverrir Ingi Ingason (Rostov)
Hörður Björgvin Magnússon (CSKA Moskva)
Hjörtur Hermannsson (Bröndby)
Guðmundur Þórarinsson (Norrköping)

Miðjumenn
Birkir Bjarnason (Aston Villa)
Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Rúrik Gíslason (Sandhausen)
Guðlaugur Victor Pálsson (Zurich)
Eggert Gunnþór Jónsson (SönderjyskE)
Arnór Sigurðsson (CSKA Moskva)
Samúel Kári Friðjónsson (Valerenga)
Aron Elís Þrándarson (Álasund)

Sóknarmenn
Albert Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Kolbeinn Sigþórsson (Nantes)
Jón Dagur Þorsteinsson (Vendsyssel)
Andri Rúnar Bjarnason (Helsingborg)
Athugasemdir
banner
banner