mið 20. janúar 2021 13:18
Elvar Geir Magnússon
Pirlo virkar ráðalaus og reynslulítill - Juventus úr titilbaráttunni
Andrea Pirlo.
Andrea Pirlo.
Mynd: Getty Images
Íþróttafréttamaðurinn Alvise Cagnazzo segir að Juventus hafi stimplað sig út úr titilbaráttunni á Ítalíu með því að tapa fyrir Inter á sunnudaginn.

„Baráttan um titilinn er að verða tveggja hesta kapphlaup, munurinn á milli meistara Juventus og Mílanóliðanna tveggja er nú sjö stig," segir Cagnazzo.

AC Milan er á toppi deildarinnar með 43 stig, Inter er með 40, Napoli 34, Roma 34 og Juventus 33 stig.

„Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir Andrea Agnelli forseta Juventus. Það er deyfð, þreyta og skortur á hungri sem einkennir lið Juventus. Það vantar hugmyndir og handbragð á liðið."

Cagnazzo segir að Andrea Pirlo, sem hafi á leikmannaferlinum verið einn sá svalasti í fótboltabransanum, hafi opinberað reynsluleysi sitt og sé ráðalaus á hliðarlínunni.

„Sjáið bara annað markið hjá Inter á sunnudagskvöld. Það kemur einn langur bolti í gegnum veika vörn Juventus. Að vörnin sé óundirbúin er óafsakanlegt hjá félagi eins og Juventus," segir Cagnazzo.

„Til þessa hefur Pirlo fengið meiri gagnrýni en hrós. Margir efuðust þegar hann var ráðinn vegna skorts á reynslu við þjálfun í þessum styrkleika. Taktískar áætlanir eru ekki að ganga upp og þegar Cristiano Ronaldo er þreyttur þá missir liðið af stigum. Liðið reiðir sig þetta mikið á 35 ára ofurstjörnu sína."

Cagnazzo segir að Ronaldo hafi sýnt þreytumerki að undanförnu og að Aaron Ramsey og Adrien Rabiot hafi alls ekki staðið undir væntingum síðan þeir voru fengnir til Juventus.

„Draumurinn um að taka tíunda ítalska meistaratitilinn í röð er að dofna, rétt eins og trú stuðningsmanna á þessum goðsagnakennda fyrrum leikmanni. Liðið er ekki líklegt til afreka í Meistaradeildinni og það eru blikur á lofti um að þetta tímabil gæti endað illa."
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner