Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 20. janúar 2025 10:08
Elvar Geir Magnússon
Kristian utan hóps hjá Ajax þriðja leikinn í röð - Á förum í glugganum?
Kristian í landsleik.
Kristian í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Hlynsson var ekki í leikmannahópi Ajax sem vann Herenveen 2-0 í hollensku úrvalsdeildinni í gær.

Ajax er með stóran hóp og Kristian var ekki á skýrslu í gær. Þetta er þriðji deildarleikurinn í röð sem hann kemst ekki í leikmannahópinn.

Þessi tvítugi sóknarmiðjumaður hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum í hollensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann fékk 23 mínútur í bikarleik á dögunum.

Fótbolti.net greindi frá því í lok desember að Kristian væri að hugsa sér til hreyfings frá hollenska stórliðinu. Meðal annars hefur verið rætt um möguleika á því að hann verði lánaður innan Hollands.

Ljóst er að mörg félög í Evrópu hafa áhuga á þessum unga hæfileikaríka leikmanni og spurning hvort hann færi sig um set núna í janúarglugganum. Hann er samningsbundinn Ajax til sumarsins 2026.

Ajax er í öðru sæti hollensku deildarinnar, stigi á eftir PSV Eindhoven.

Athugasemdir
banner
banner