Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 20. maí 2022 09:52
Elvar Geir Magnússon
Klopp um lokaumferðina og stöðuna á hópnum
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Liverpool er einu stigi á eftir Manchester City fyrir lokaumferðina í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á sunnudag. Liverpool fær Wolves í heimsókn á sama tíma og Manchester City tekur á móti Aston Villa.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ræddi málin við fjölmiðlamenn á fréttamannafundi núna í morgun og fór þar meðal annars yfir stöðuna á hópnum.

Liverpool hefur unnið báðar bikarkeppnirnar á tímabilinu og stuðningsmenn halda áfram að láta sig dreyma um fernuna.

Um Joe Gomez sem meiddist í síðasta leik:
„Góðar fréttir af Joe Gomez. Við völdum aðra myndatöku en þetta var bara högg."

Um stöðuna á Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Fabinho:
„Útlitið er gott varðandi aðra leikmenn, ég veit ekki enn hvernig við spilum þetta um helgina. Mo vill ekki taka neina áhættu en þetta lítur vel út. Mín tilfinning er að þeir geta spilað um helgina, eða að minnsta kosti verið á bekknum. Ég get ekki sagt neitt 100%."

Um að Steven Gerrard, stjóri Villa, geti hugsanlega hjálpað Liverpool að verða meistari:
„Ef ég gæti spilað leik sem myndi hjálpa Mainz eða Dortmund þá yrði það mér sérstök hvatning. En ég er ekki að fara að spila og ekki Gerrard heldur. Gerrard mun taka þessu verkefni alvarlega, ég hef ekkert talað við hann þó aðrir hjá félaginu gætu hafa gert það," segir Klopp.

„Aston Villa mun stefna á sigur. Það er erfitt að spila úti gegn Manchester City. Ég er ekki með áhyggjur af þeim leik, það væri vanvirðing við Wolves. Úlfarnir koma hingað og vilja sigur."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner