Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
   mán 20. maí 2024 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Bayern eltist við alla - Frank og Kompany komnir á listann
Stjórnarmenn Bayern hafa rætt um að fá Vincent Kompany
Stjórnarmenn Bayern hafa rætt um að fá Vincent Kompany
Mynd: EPA
Bayern München er búið að bæta við fleiri kostum sem koma til greina í þjálfarastól liðsins en þeir Thomas Frank og Vincent Kompany eru nú komnir á listann.

Þjálfaraleit félagsins hefur gengið hörmulega. Félagið hefur fengið neitun frá þeim Xabi Alonso, Ralf Rangnick, Julian Nagelsmann, Roger Schmidt, Oliver Glasner og Thomas Tuchel.

Bayern hóf þá viðræður við Hansi Flick, fyrrum þjálfara félagsins, þeim miðaði ekkert áfram og fór Bayern að skoða fleiri kosti í stöðuna, en það er ákveðin örvænting farin að grípa um sig hjá félaginu.

Thomas Frank, stjóri Brentford, er kominn á listann samkvæmt þýska blaðamanninum Christian Falk og ítalska fótboltafréttamanninum Fabrizio Romano.

Frank hefur gert frábæra hluti með Brentford síðustu ár og prófíll sem Bayern er hrifið af.

Annar óvæntur kostur kom upp í dag en það er Vincent Kompany, stjóri Burnley.

Kompany tók við Burnley árið 2022 og stýrði liðinu upp í ensku úrvalsdeildina, en það gekk ekkert á nýliðinni leiktíð. Burnley féll aftur niður um deild, en Bayern sér samt eitthvað við hann og hefur hann verið ræddur á stjórnarfundum Bayern.

Roberto De Zerbi, sem hætti með Brighton eftir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær, er einnig á listanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner