Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 20. maí 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Zerbi: Hef skýrar hugmyndir um hvað ég vil gera
Mynd: EPA
Brighton tapaði á heimavelli í síðasta leik sínum undir stjórn Roberto De Zerbi sem er án starfs eftir að hafa gert flotta hluti með Brighton.

De Zerbi segist ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér en hann segist vera spenntur fyrir að starfa aftur í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni.

„Þetta var erfiður dagur en hann markar endalok á einni af bestu og mikilvægustu reynslu lífs míns. Við gerðum frábæra hluti á þessum tveimur árum hjá Brighton og við verðum að vera stoltir af því," sagði De Zerbi eftir 0-2 tap gegn Manchester United í gær.

„Við fengum mikið af færum til að skora í dag en eins og svo oft áður þá nýttum við þau ekki. Stórlið eins og Man Utd eru dugleg að refsa þegar maður klúðrar góðum færum og þeir gerðu það í dag."

En hvers vegna er De Zerbi að yfirgefa Brighton ef honum leið svona vel hjá félaginu?

„Ég spjallaði við stjórnina á nokkrum tímapunktum yfir tímabilið og það var ljóst að við vorum ekki að fara að ná samkomulagi. Ég hef skýrar hugmyndir um hvað ég vil gera en ég starfa sem þjálfari og þarf að samþykkja hinar ýmsu stefnur þess félags sem ég starfa fyrir.

„Það eru engin vandamál á milli mín og Brighton eða stjórnenda þess. Ég verð að þakka Tony Bloom, Paul Barber og fjölskyldum þeirra fyrir þetta tækifæri. Ég mun aldrei gleyma því og ég verð þeim ævinlega þakklátur."


De Zerbi segist ekki vita hvað tekur við á þjálfaraferlinum. Hann hefur verið orðaður við helstu stórlið ítalska boltans en segist ekki vera með neitt samningstilboð á borðinu.

Hann er spenntur fyrir því að starfa aftur í ítalska boltanum en segist einnig ólmur vilja reyna aftur fyrir sér á Englandi.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner