Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
   mán 20. maí 2024 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Teitur spáir í 7. umferð Bestu deildarinnar
Var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins á Parken.
Var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins á Parken.
Mynd: Silkeborg
Lok lok og læs.
Lok lok og læs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur brjálaður yfir spánni.
Jón Dagur brjálaður yfir spánni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Freyr Stefánsson er ekki bara afskaplega fær körfuboltaþjálfari heldur er hann greinilega líka mjög öflugur tippari. Finnur var með fimm leiki rétta þegar hann spáði í leiki síðustu umferðar í Bestu deildinni - og með tvö hárrétt úrslit.

7. umferðin í Bestu deildinni hefst í dag og lýkur umferðinni á morgun, þriðjudagskvöld. Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson, sem varð bikarmeistari með Silkeborg í Danmörku á dögunum, er spámaður umferðarinnar.

Svona spáir hann leikjunum:

Vestri 1 - 3 Víkingur (mánudagur 14:00)
Vestramenn komast yfir eftir að minn fyrrverandi liðsfélagi Jeppe Gertsen skorar. Víkingar setja þá allt í gang og ganga frá leiknum.

KA 0 - 2 Fylkir (mánudagur 16:15)
Her verð ég bara segja Fylkir þar sem kærastan er úr Árbænum, ekki flókið.

FH 1 - 1 KR (mánudagur 17:00)
Eina sem eg veit þarna er að Wohlerinn setur hann eftir gott kalt kar.

Breiðablik 0 - 2 Stjarnan (þriðjudagur 19:15)
Árni Snær lokar þarna bara fyrir. Ekki meira að segja.

Fram 1 - 3 ÍA (þriðjudagur 19:15)
Skaginn munu halda afram að skemmta fólki. Steinar málar liklegast leikinn með þremur stoðsendingum. Og Oliver Stefáns skorar mjög óvænt.

HK 1 - 2 Valur (þriðjudagur 19:15)
Jón Dagur vinur minn hættir ekki að tala um projectið sem er í gangi þarna í Kórnum en ég sé þa ekki vinna þennan leik. Ef Eiður Gauti spilar þa skorar hann alltaf fyrir HK. Annars skorar Tryggvi bæði mörk Vals.

Fyrri spámenn:
Finnur Freyr (5 réttir)
Nadía Atla (4 réttir)
Sandra María (3 réttir)
Kristján Óli (2 réttir)
Albert Brynjar (2 réttir)
Gummi Ben (1 réttur)

Hér fyrir neðan er hægt að sjá stigatöfluna í deildinni.
Innkastið - Hrikalegir dagar fyrir Gregg Ryder
Útvarpsþátturinn - Hvítasunnuhringborðið
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner