Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 20. maí 2024 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tuchel mjög spenntur fyrir Man Utd
Mynd: EPA

Thomas Tuchel vill snúa aftur í enska boltann og það eru aðeins tveir möguleikar í stöðunni þar, Man Utd og Chelsea.


Florian Plettenberg hjá Sky Sports í Þýskalandi segir að hann sé mjög spenntur fyrir Man Utd og finnist einnig hann eiga eitthvað ógert hjá Chelsea.

Hann tók við Chelsea árið 2021 og vann Meistaradeildina með liðinu á sínu fyrsta tímabili. Hann var síðan rekinn árið 2022 þar sem ósætti myndaðist milli hans og Todd Boehly.

Framtíð Erik ten Hag stjóra Man Utd og Mauricio Pochettino hjá Chelsea eru í mikilli óvissu en Plettenberg getur ekki sagt til um hvor áfangastaðurinn er líklegri fyrir Tuchel.

„Annað hvort tekur hann sér frí í sumar eða fer í úrvalsdeildina. Það eru tveir möguleikar í stöðunni á Englandi, Man Utd og Chelsea. Hann hefur verið í einhverjum viðræðum við Man Utd og að mínu viti er hann spenntur fyrir því," skrifar Plettenberg.


Athugasemdir
banner
banner
banner