Kyle Walker bakvörður Manchester City er hvergi nærri hættur.
Þessi 34 ára gamli Englendingur lyfti enska meistarabikarnum í gær með Man City fjórða árið í röð.
Walker var undir smásjá Bayern Munchen síðasta sumar en var um kyrrt og var mikilvægur hlekkur í liðinu.
„Mér líður eins og ég sé ungur, ég veit ekki hvort það sé gott eða slæmt. Mér líður frábærlega, líður eins og ég hafi enn hraðann. Ég mæti á hverja einustu æfingu með mikinn vilja til að læra," sagði Walker eftir leikinn.
„Um leið og það hverfur er sennilega tími til kominn að pakka ofan í töskur. Þeessi hópur heldur manni á tánum og maður vill halda áfram að bæta sig á hverjum degi."
Athugasemdir