Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fim 20. júní 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Breiðablik tapaði í Víkinni
Mynd: Víkingur R.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingur R. 2 - 1 Breiðablik
1-0 Bergdís Sveinsdóttir ('20)
2-0 Selma Dögg Björgvinsdóttir ('78)
2-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('90)

Það voru afar óvænt úrslit í eina leik kvöldsins í Bestu deild kvenna þar sem Víkingur R. gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Breiðabliks að velli.

Blikar voru með fullt hús stiga fyrir þessa viðureign en Bergdís Sveinsdóttir tók forystuna fyrir Víkinga eftir góða sókn á 20. mínútu, þar sem Selma Dögg Björgvinsdóttir og Sigdís Eva Bárðardóttir lögðu markið upp.

Víkingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komst Bergdís nálægt því að tvöfalda forystuna skömmu eftir opnunarmarkið en mistókst að skora úr dauðafæri.

Síðari hálfleikur var þokkalega jafn en Blikum tókst ekki að skapa sér mikið af færum. Birta Georgsdóttir átti góða marktilraun á 73. mínútu en fimm mínútum síðar tvöfölduðu heimakonur forystuna með laglegu marki frá Selmu Dögg, eftir undirbúning frá

Linda Líf Boama og Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttur sáu um undirbúninginn fyrir markið.

Það var ekki fyrr en á lokamínútunum sem Blikakonur minnkuðu muninn, þegar Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði með hælnum eftir gott samspil við Birtu Georgs.

Það var fimm mínútum bætt og fengu Blikar dauðafæri á lokasekúndunum, þegar Barbára Sól Gísladóttir skallaði yfir fyrir opnu marki.

Lokatölur urðu því 2-1 og eru Víkingar áfram í fimmta sæti deildarinnar, með 12 stig eftir 9 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner