Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 20. ágúst 2024 17:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu geggjað aukaspyrnumark Patriks - Sá skotfastasti í deildinni?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Var reyndar ekki í bleiku skónum í gær.
Var reyndar ekki í bleiku skónum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Johannesen skoraði fallegasta mark 19. umferðar Bestu deildarinnar í gær. Hann smellhitti boltann þegar hann lét vaða úr aukaspyrnu vel fyrir utan vítateig Framara.

Markið má sjá hér neðst og einnig má nálgast viðtal við Patrik.

Fótbolti.net ræddi við fyrirliðann, Höskuld Gunnlaugsson, í dag og var hann spurður út í mark Patriks. Af hverju tekur hann þessa spyrnu?

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fram

„Eins og hann hefur oft sýnt áður, og við (Blikar) sérstaklega vitum, þá er hann með ruglaða löpp. Ég held að enginn í þessari deild skýtur boltanum fastar en hann. Til viðbótar er hann líka með nákvæmni í sínum skotum," segir Höskuldur.

„Ég reyndi að setja boltann undir vegginn fyrr í leiknum, það hefði alveg getað lukkast en ég missti boltann aðeins upp. Svo sagðist Patrik vera með góða tilfinningu og vildi taka spyrnuna. Þá var það bara sjálfsagt og hann gerði það sannarlega vel," segir fyrirliðinn.


Patrik: „Þú tekur ekki þessa spyrnu" og ég setti hann bara í skeytin
Innkastið - Blikar gripu loks gæsina og vond ára yfir Val
Athugasemdir
banner
banner
banner