Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
   mán 19. ágúst 2024 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Patrik: „Þú tekur ekki þessa spyrnu" og ég setti hann bara í skeytin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Patrik Johannesen leikmaður Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fram 3-1 á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fram

„Þetta var fínn leikur að koma inn á. Ég er búinn að bíða eftir þessu tækifæri smá lengi og það er bara frábært að spila fleiri en 10-15 mínútur. Tilfinningin núna er mjög góð."

Víkingar töpuðu í kvöld fyrir ÍA sem gerir það að verkum að Breiðablik eru búnir að jafna þá af stigum á toppi deildarinnar.

„Þetta er bara frábært fyrir okkur að koma aftur í baráttuna um titilinn. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í að reyna vinna titilinn."

Víkingar eru enn í Evrópukeppni og eiga bikarúrslitin eftir. Breiðablik hefur bara deildina til að einblína á og það gæti verið forskot fyrir þá.

„Ég myndi ekki segja það. Þeir eru líka að fókusera á deildina eins og við, og við sjáum bara til hver fer með þetta."

Patrik skoraði virkilega flott aukaspyrnumark til að koma Blikum í 3-1. Höskuldur Gunnlaugsson er yfirleitt spyrnumaður þeirra í þessari stöðu en Patrik fékk tækifærið þarna og nýtti það vel.

„Já Höggi (Höskuldur) tók fyrr í leiknum spyrnu og setti hana bara beint í vegginn þannig ég sagði við hann, þú tekur ekki þessa spyrnu. Hann var bara sammála því og ég setti hann bara í samskeytin."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner