PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   mán 19. ágúst 2024 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Patrik: „Þú tekur ekki þessa spyrnu" og ég setti hann bara í skeytin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Patrik Johannesen leikmaður Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fram 3-1 á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fram

„Þetta var fínn leikur að koma inn á. Ég er búinn að bíða eftir þessu tækifæri smá lengi og það er bara frábært að spila fleiri en 10-15 mínútur. Tilfinningin núna er mjög góð."

Víkingar töpuðu í kvöld fyrir ÍA sem gerir það að verkum að Breiðablik eru búnir að jafna þá af stigum á toppi deildarinnar.

„Þetta er bara frábært fyrir okkur að koma aftur í baráttuna um titilinn. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í að reyna vinna titilinn."

Víkingar eru enn í Evrópukeppni og eiga bikarúrslitin eftir. Breiðablik hefur bara deildina til að einblína á og það gæti verið forskot fyrir þá.

„Ég myndi ekki segja það. Þeir eru líka að fókusera á deildina eins og við, og við sjáum bara til hver fer með þetta."

Patrik skoraði virkilega flott aukaspyrnumark til að koma Blikum í 3-1. Höskuldur Gunnlaugsson er yfirleitt spyrnumaður þeirra í þessari stöðu en Patrik fékk tækifærið þarna og nýtti það vel.

„Já Höggi (Höskuldur) tók fyrr í leiknum spyrnu og setti hana bara beint í vegginn þannig ég sagði við hann, þú tekur ekki þessa spyrnu. Hann var bara sammála því og ég setti hann bara í samskeytin."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir