Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   mán 19. ágúst 2024 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Patrik: „Þú tekur ekki þessa spyrnu" og ég setti hann bara í skeytin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Patrik Johannesen leikmaður Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fram 3-1 á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fram

„Þetta var fínn leikur að koma inn á. Ég er búinn að bíða eftir þessu tækifæri smá lengi og það er bara frábært að spila fleiri en 10-15 mínútur. Tilfinningin núna er mjög góð."

Víkingar töpuðu í kvöld fyrir ÍA sem gerir það að verkum að Breiðablik eru búnir að jafna þá af stigum á toppi deildarinnar.

„Þetta er bara frábært fyrir okkur að koma aftur í baráttuna um titilinn. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í að reyna vinna titilinn."

Víkingar eru enn í Evrópukeppni og eiga bikarúrslitin eftir. Breiðablik hefur bara deildina til að einblína á og það gæti verið forskot fyrir þá.

„Ég myndi ekki segja það. Þeir eru líka að fókusera á deildina eins og við, og við sjáum bara til hver fer með þetta."

Patrik skoraði virkilega flott aukaspyrnumark til að koma Blikum í 3-1. Höskuldur Gunnlaugsson er yfirleitt spyrnumaður þeirra í þessari stöðu en Patrik fékk tækifærið þarna og nýtti það vel.

„Já Höggi (Höskuldur) tók fyrr í leiknum spyrnu og setti hana bara beint í vegginn þannig ég sagði við hann, þú tekur ekki þessa spyrnu. Hann var bara sammála því og ég setti hann bara í samskeytin."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner