Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
Guðni Eiríksson: Við hefðum svo hæglega getað unnið þennan leik stærra
Óli Kristjáns: Skilgreinum ekki Þróttaraliðið og þetta tímabil á þessum eina leik
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Túfa: Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
   mán 19. ágúst 2024 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Patrik: „Þú tekur ekki þessa spyrnu" og ég setti hann bara í skeytin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Patrik Johannesen leikmaður Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Fram 3-1 á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fram

„Þetta var fínn leikur að koma inn á. Ég er búinn að bíða eftir þessu tækifæri smá lengi og það er bara frábært að spila fleiri en 10-15 mínútur. Tilfinningin núna er mjög góð."

Víkingar töpuðu í kvöld fyrir ÍA sem gerir það að verkum að Breiðablik eru búnir að jafna þá af stigum á toppi deildarinnar.

„Þetta er bara frábært fyrir okkur að koma aftur í baráttuna um titilinn. Við erum búnir að leggja mikla vinnu í að reyna vinna titilinn."

Víkingar eru enn í Evrópukeppni og eiga bikarúrslitin eftir. Breiðablik hefur bara deildina til að einblína á og það gæti verið forskot fyrir þá.

„Ég myndi ekki segja það. Þeir eru líka að fókusera á deildina eins og við, og við sjáum bara til hver fer með þetta."

Patrik skoraði virkilega flott aukaspyrnumark til að koma Blikum í 3-1. Höskuldur Gunnlaugsson er yfirleitt spyrnumaður þeirra í þessari stöðu en Patrik fékk tækifærið þarna og nýtti það vel.

„Já Höggi (Höskuldur) tók fyrr í leiknum spyrnu og setti hana bara beint í vegginn þannig ég sagði við hann, þú tekur ekki þessa spyrnu. Hann var bara sammála því og ég setti hann bara í samskeytin."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner