Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. september 2019 11:24
Elvar Geir Magnússon
Þjálfaraskipti líklega framundan hjá landsliði Færeyja
Lars Olsen.
Lars Olsen.
Mynd: Getty Images
Lars Olsen mun líklega hætta sem landsliðsþjálfari Færeyja en samningur hans við knattspyrnusambandið rennur út eftir núverandi undankeppni.

Færeyjar eru stigalausir á botni síns riðils í undankeppni EM.

Lars Olsen er danskur og hefur verið landsliðsþjálfari Færeyja frá 2011. Hann er nú orðaður við danska félagið Esbjerg.

Olsen segir við danska fjölmiðla að framtíð sín sé í óvissu, honum líki vel í starfi landsliðsþjálfara en útiloki það ekki að taka við félagsliði.

Tveir íslenskir þjálfarar eru starfandi í Færeyjum, Heimir Guðjónsson hjá HB og Guðjón Þórðarson hjá NSÍ. Vangaveltur hafa verið í gangi um hvort næsti landsliðsþjálfari Færeyja verði mögulega Íslendingur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner