Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   lau 20. nóvember 2021 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Ísak Snær í viðræðum við Breiðablik
Ísak Snær Þorvaldsson
Ísak Snær Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Norwich á Englandi, er í viðræðum við Breiðablik en þetta herma öruggar heimildir Fótbolta.net.

Ísak, sem er 20 ára gamall, hefur síðustu tvö tímabil verið á láni frá Norwich hjá ÍA en hann var með bestu mönnum liðsins í sumar og hjálpaði liðinu að komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í átján ár.

Íslenski miðjumaðurinn verður samningslaus næsta sumar og hefur því verið að skoða í kringum sig en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur hann verið í viðræðum við Breiðablik og mun að öllum líkindum ganga til liðs við félagið á næstu dögum.

Ísak verður væntanlega lánaður fram að sumri áður en hann tekur ákvörðun um næstu skref. Þetta verður þriðji leikmaðurinn sem Blikar fá á stuttum tíma en Camilo Perez og Dagur Dan Þórhallsson sömdu við félagið á dögunum.

Hann er uppalinn í Aftureldingu en hélt út til Norwich árið 2017. Þar lék hann fyrir unglinga- og varaliðið. Hann fór á lán til Fleetwood Town og St. Mirren áður en hann gekk til liðs við ÍA á láni á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner