
Fótboltasamband Ekvador segist ekki hafa þorað að velja Byron Castillo í HM landsliðshóp sinn af ótta við „ósanngjarna" refsingu. Ekvador leikur opnunarleik HM í dag, gegn gestgjöfunum í Katar.
Castillo lék með Ekvador í undankeppninni en Síle sendi inn kvörtun og hélt því fram að hann hefði spilað ólöglegur því hann væri í raun Kólumbíumaður.
Castillo lék með Ekvador í undankeppninni en Síle sendi inn kvörtun og hélt því fram að hann hefði spilað ólöglegur því hann væri í raun Kólumbíumaður.
FIFA hafnaði kvörtuninni en Síle og Perú (sem bæði misstu af sæti á HM) áfrýjuðu til CAS, alþjóðlega íþróttadómstólsins, og fóru fram á að Ekvador myndi missa sæti sitt á HM.
CAS varð ekki að þeim kröfum en dæmdi hinsvegar að Ekvador þyrfti að byrja næstu undankeppni HM með þrjú stig í mínus auk þess að borga 100 þúsund svissneska franka í sekt fyrir skjöl sem væru með röngum upplýsingum.
CAS úrskurðaði að Castillo hefði verið löglegur með Ekvador og að yfirvöld í landinu viðurkenndu hann sem sinn ríkisborgara. Þó sumar upplýsingar hefðu verið rangar þá væri ekvadorskt vegabréf hans löglegt.
Ekvador valdi Castillo ekki í HM hópinn og gefur þá skýringu að sambandið hafi óttast að fá frekari „ósanngjarnar sektir" eins og það er orðað í yfirlýsingu.
Athugasemdir