þri 21. janúar 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta: Sérstakt kvöld fyrir alla
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
„Ég er mjög ánægður með viðbrögð okkar. Að gera það sem við gerðum gegn slíkum andstæðingi, á þessum leikvangi, ég kann að meta það," sagði Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, eftir 2-2 jafntefli gegn Chelsea.

Arsenal sýndi karakter og gafst ekki upp þrátt fyrir að hafa verið manni færri frá 26. mínútu. Arsenal lenti tvisvar undir, en jafnaði tvisvar metin.

„Þegar einhver gerir mistök þá býstu við að liðsfélagar þínir rísi upp og þeir sýndu mikla trú. Ég var mjög hrifinn af því."

„Ég var ekki hér fyrir nokkrum vikum, en það sem ég krefst á hverjum degi, þeir eru að reyna sitt besta að gera það. Sumir eru að spila í stöðum sem þeir eru ekki vanir að spila."

„Samheldnin og leiðtogahæfileikarnir sem þeir sýndu í dag, það er það sem ég vildi sjá."

„Þetta er verkefni og við erum á réttri leið, en ég held að kvöldið í kvöld hafi verið sérstakt kvöld fyrir alla," sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner