Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 21. janúar 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Man Utd fær ákæru eftir Liverpool leikinn
Enska knattspyrnusambandið hefur ákært leikmenn Manchester United fyrir hegðun þeirra á 27. mínútu í leiknum gegn Liverpool um helgina.

Roberto Firmino skoraði þá mark sem var síðar dæmt af eftir að VAR skoðaði atvikið.

VAR taldi Virgil van Dijk hafa brotið á David De Gea markverði Manchester United í aðdraganda marksins.

De Gea og leikmenn Manchester United mótmæltu harðlega við Craig Pawson dómara eftir marið og Spánverjinn fékk meðal annars gula spjaldið.

Manchester United hefur núna fengið ákæru vegna málsins og ekki er ólíklegt að félagið fái sekt.
Athugasemdir
banner
banner