Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 21. janúar 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Milner útskýrir af hverju hann valdi Liverpool á sínum tíma
Mynd: Getty Images
James Milner gekk í raðir Liverpool árið 2015, hann kom á frjálsri sölu frá Manchester City þar sem hann hafði landað titlum með þeim ljósbláu. Sem leikmaður City varnn ensku deildina tvisvar, einn Samfélagsskjöld, deildabikarinn einu sinni og enska bikarinn einu sinni.

Hjá Liverpool hefur hann unnið ensku deildina, Meistaradeild Evrópu og þá varð félagið heimsmeistari félagsliða árið 2019.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum, ræddi við Milner í vikunni og spurði Milner hvers vegna hann hefði valið að ganga í raðir Liverpool.

„Brendan [Rodgers] er góður stjóri og hvernig hann talaði við mig var mikilvægt. En helsta hvatningin var að búa til þá sigurhefð sem við höfum náð að búa til. Liðinu hafði ekki gengið jafnvel og áður fyrr. Það hafði mikið að segja þegar ég fór til City. Ég hefði getað farið til annarra félaga en City hafði ekki unnið neitt lengi og okkur tókst að hefja nýtt skeið þar."

„Það var eins hjá Liverpool. Það var freistandi að koma hingað. Þetta er mjög stórt félag. Maður vissi að ef vel tækist til og við næðum að vinna titilinn hvaða þýðingu það hefði fyrir stuðningsmenn. Mig langaði að vera með í því að ná þeim árangri. Það var sérstakt að hafa það markmið. Eini gallinn er sá að við gátum ekki fagnað deildarmeistaratitlinum almennilega með stuðningsmönnum,"
sagði Milner við Tómas.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner