Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   lau 21. janúar 2023 15:48
Aksentije Milisic
Búið að stöðva leik Southampton og Villa - Dróni yfir vellinum

Þessa stundina er í gangi leikur Southampton og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni en rétt undir lok fyrri hálfleiks þurfti dómari leiksins að stöðva leikinn og kalla leikmenn inn til búningsherbergja.


Þegar gestirnir voru að fara taka aukaspyrnu sást dróni fljúga yfir vellinum, bakvið markið sem Aston Villa er að sækja í átt að.

Dómarar leiksins ræddu atvikið við leikmenn og þjálfara. Niðurstaðan var sú að kalla leikmenn inn til búningsherbergja í óákveðinn tíma.

Staðan var 0-0 þegar Michael Salisbury, dómari leiksins, stöðvaði leikinn.

Uppfært: Leikurinn er hafinn á ný.


Athugasemdir